Um Dalbúa

Fréttir

Fréttir (74)

Leikið til forgjafar erlendis

Leikið til forgjafar erlendis

Þegar veturinn virðist aðeins vera að láta undan hugsa margir kylfingar til þess að komast út á golfvöllinn, liðka sig og hefja hringrás sumarsins.

Það er ljóst að fjölmargir, þar á meðal félagar í golfklúbbi Dalbúa, taka forskot á sælu sumarsins með því að fara í golfferðir erlendis, einkum í mars og apríl, og leika þá við bestu aðstæður í aðdraganda sumarsins sem í vændum er á Íslandi.

Read more...

Laugarvatn Fontana 2014

fontana2

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksforgjöf karla verður 24 og hámarksforgjöf kvenna 28. 

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.  

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.  

Veglegir vinningar verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða ýmis aukaverðalun fyrir næsta upphafshögg á 5/14 og 8/17 holu, lengsta upphafshögg karla og kvenna o.fl.

Skráning er hafin á www.golf.is

Mótanefnd.

Read more...

Jónsmessumót Dalbúa 21. júní 2014

img 0440

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. hölu.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu. 

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 19:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 19:00. 

Skráning er hafin á golf.is - skráningargjald er 2.000 kr. og greiðist í skála.

Sjáumst hress næstu helgi!

Mótanefnd.

Read more...

Jónsmessumót Dalbúa 2015

Jonsmessa2015 copy

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. braut.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu. 

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 20:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 20:00.

Read more...

Jónsmessumót 22. júní

Jónsmessumót Dalbúa laugardaginn 22. júní

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa.

Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg.

Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. hölu. Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið.

Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu.  Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 19:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 19:00. 

Read more...

Gróðursetning trjáa II og tjarnargerð

Laugardaginn 6. júní mættu Hafsteinn, Svenni, Þórir, Hörður, Hafþór, Haraldur og Guðmundur o.fl. til þess að setja niður restina af trjánum sem við fengum gefins frá Flúðum ásamt því að setja dúk í tjörnina. Veðrið var einstaklega gott og gekk vinnan vel.

Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir sitt framlag, það er litlum klúbbi eins og Dalbúa ómetanlegt.Það styttist í að völlurinn okkar verði að alvöru skógarvelli.

Það má taka það fram að flatir hafa allar verið skornar og sáð í þær þannig að þær ættu að koma til fjótlega með hækkandi lofthita.

Við hvetjum alla sem enn eiga eftir að greiða ársgjöldin til þess að ganga frá þeim sem fyrst til að auðvelda okkur framkvæmdir við völlinn.

Auglýsum eftir einhverjum sem er reiðubúinn til þess að aðstoða við að smíða brú yfir lækinn í tjörnina.

Stjórn Dalbúa og rekstraraðilar.

20150606_130621.jpeg20150606_124850.jpeg20150606_130703.jpeg20150606_124905.jpeg

Read more...

Gróðursetning trjáa

20150603 120621 minni

Fyrir nokkru fékk golfklúbburinn um 250 tré gefins frá Flúðum og var farið í að koma hluta þeirra niður í dag. Rafiðnarmenn útveguðu vél með feikna bor og tóku rúmlega 100 holur og voru settar í hluta þeirra aspir og birkitré. Sjá myndir neðar á síðunni.

Ætlunin er að halda þessu verkefni áfram næsta laugardag ásamt því að ganga frá hleðsluvegg í tjörninni, sanda, tyrfa og gera fínt.
Þeir sem sjá sér fært að taka þátt í þessu starfi eru hvattir til að mæta á laugardagsmorgun um kl. 10 þó ekki væri nema í stutta stund. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í uppbyggingu klúbbsins. Ekki verra að taka með sér einhver verkfæri eins og skóflu eða hrífu.

Vallarnefnd.

20150603_121846-minni.jpg20150603_121742-minni.jpg20150603_162330-minni.jpg20150603_121719-minni.jpg20150603_120621-minni.jpg

Read more...

Góður dagur

tjornin

Flottur dagur framundan. Sól og yndislegt veður á árlegu Carlsberg-móti Dalbúa. Stútfullt í mótið og við eigum von á (fullri) rútu af konum frá Setbergshlíðarvelli. Gosbrunnurinn kominn í gang og brúarsmíði lokið, þökk sé honum Haraldi.

Read more...
Subscribe to this RSS feed
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/category.php on line 192

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana