Laugarvatn Fontana 2014
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 882 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksforgjöf karla verður 24 og hámarksforgjöf kvenna 28.
Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.
Veglegir vinningar verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða ýmis aukaverðalun fyrir næsta upphafshögg á 5/14 og 8/17 holu, lengsta upphafshögg karla og kvenna o.fl.
Skráning er hafin á www.golf.is
Mótanefnd.
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134



