Golfmót FBM-Miðdalsmótið 2013
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 824 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
Golfmót FBM - Miðdalsmótið 2013 verður haldið laugardaginn 10. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11, en mæting á mótsstað er kl. 10:15.
Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi, og verða allir ræstir út á sama tíma; keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts. Félagsmenn FBM eru hvattir til að taka með sér gesti.
Verðlaun:
Farandbikar FBM: Punktakeppni með forgjöf
Postillon-bikarinn: Höggleikur án forgjafar
Keppt er um farandbikar FBM ásamt eignabikar í punktakeppni með forgjöf í karla- og kvennaflokki (hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28).
Keppt er um Postillon-bikarinn í höggleik án forgjafar.
Veitt verða sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut í karla- og kvennaflokki og nándarverðlaun á 5. og 8. braut auk fjölda annarra verðlauna.
Einnig verður dregið úr skorkortum.
Veitingar:
Kaffiveitingar fyrir og á meðan á keppni stendur og að verðlaunaafhendingu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Þátttaka:
Tilkynna ber þátttöku fyrir 8. ágúst í síma 552-8755 eða á netfangið hrafnhildur@fbm.is Einnig er hægt að skrá sig á www.golf.is.
Tjaldsvæði er í Miðdal.
Mótið er opið öllum starfsmönnum í prentiðnaði. Þátttökugjald er kr. 3.500,-
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134




