Um Dalbúa

Fréttir

Fréttir (74)

Opna Laugarvatn Fontana 31. ágúst

fontanamot copy

Opna Laugarvatn Fontanamótið 31. ágúst

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksforgjöf karla verður 24 og hámarksforgjöf kvenna 28.
Þá verða veitt ýmis aukaverðalun fyrir næsta upphafshögg á 5/14 og 8/17 holu, lengsta upphafshögg, ofl. 

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi. 

Read more...

Mótaskrá 2015

Dagsetning Nafn Fyrirkomulag Fjöldi hola Tegund
20. Júní MBT/Veggsport mót Punktakeppni með forgjöf 18 Almennt
27. Júní Jónsmessumót Snærisleikur 9 Almennt
4. júlí Opna Laugarvatn Fontana mótið Punktakeppni með forgjöf 18 Almennt
18.-19. júlí Meistaramót GD Höggleikur án forgjafar 36 Innanfélagsmót
8. ágúst Meistaramót FBM Höggleikur m/án forgjafar 18 Lokað mót
15. ágúst Styrktarmót Símans og GD Chapman fyrirkomulag 18 Almennt
29. ágúst Carlsbergmótið Punktakeppni 18 Almennt
12.-Sept. óstaðf. Lindarmótið Texas Scramble 18 Almennt

 

 

Nánari upplýsingar um mótalýsingu er á golf.is

Read more...

Meistaramót FBM 2014-úrslit

tryggvirunars-meistari2014

MIÐDALSMÓTIÐ – Tryggvi Rúnarsson Meistari FBM í golfi 2014 kom sá og sigraði

Miðdalsmótið, golfmót Félags bókagerðarmanna fór fram á golfvelli Dalbúa í Miðdal     9. ágúst í frábæru veðri. Þetta var í nítjánda sinn sem mótið er haldið í Miðdal. 22 þátttakendur mættu til leiks.

Keppt var skv. punktakerfi með forgjöf. Einnig var keppt í  höggleik án forgjafar um Postillonbikarinn. Eftir kaffiveitingar var keppendum raðað á teiga og hófst mótið kl. 11.00 undir stjórn Eiríks Þorlákssonar dómara og Georgs Páls Skúlasonar. Allir þátttakendur fengu afhenta teiggjöf sem var golfboltar frá FBM í forprentuðum nafnamerktum golfboltakössum frá Hvítlist.

Hvítlist var aðalstuðningsaðili mótsins sem og undanfarin ár en Fontana, gufubaðið á Laugarvatni gaf einnig verðlaun. Færum við stuðningsaðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.

Tryggvi Rúnarsson kom sá og sigraði. Sigraði punktakeppnina með 35 punktum, höggleikinn á 86 höggum og Púttmeistari með 28 pútt!  

Fyrstu verðlaun í punktakeppni með forgjöf hlaut Tryggvi Rúnarsson Meistari FBM  með 35 punkta, í öðru sæti varð Vilberg Sigtryggsson með 28 punkta og í þriðja sæti varð Kristján S. Kristjánsson með 27 punkta. Skv. reglum mótsins geta aðeins félagsmenn FBM hlotið verðlaun í punktakeppninni en gestir geta unnið önnur verðlaun.

Postillon  bikarinn, fyrstu verðlaun án forgjafar vann Tryggvi Rúnarsson á 86 höggum, í öðru sæti varð Vilberg Sigtryggsson á 94 höggum og í þriðja sæti varð Sigurður Marvin Guðmundsson á 95 höggum.

Í þetta sinn keppti engin kona í mótinu..

Púttmeistari varð Tryggvi Rúnarsson með 28 pútt og betra skor á seinni 9 en Hreinn Ómar Sigtryggson sem var einnig með 28 pútt.

Lengsta teighögg á gulum teigum 3./12. braut átti Arnar Olsen Richardsson.

Lengsta teighögg á rauðum teigum á 3./12. braut átti Sæmundur Árnason.

Næst holu á 5./14. braut var Sigurður Marvin Guðmundsson, 3,01 m.

Næst holu á 8./17. braut var Snæbjörn Stefánsson, 11,80 m.

Auk þess var dregið úr skorkortum. Í mótslok, var boðið var upp á léttar veitingar sem þátttakendur nutu eftir frábæran og skemmtilegan keppnisdag.

20140809_170703.jpeg20140809_105056.jpeg20140809_105300.jpeg20140809_105235.jpeg20140809_105120.jpeg

Read more...

Meistaramót FBM 2014

Miðdalsmótið 2014, golfmót FBM verður haldið laugardaginn 9. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11.00, en mæting er kl. 10:15. Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi og verða allir ræstir út á sama tíma. Keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts. Féalgsmenn FBM eru hvattir til að taka með sér gesti.

Farandbikar FBM: Puntkakeppni með forgjöf.

Postillon bikarinn: Höggleikur án forgjafar.

VERÐLAUN:
Keppt er í karla- og kvennaflokki. 

Keppt er um farandbikar FBM ásamt eignabikar í punktakeppni með forgjöf (hæsta forgjöf 24 í karla- og 28 í kvennaflokki). 

Keppt er um Postillonbikarinn í höggleik án frogjafar.

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut í karla- og kvennaflokki og nándarverðlaun á 5. og 8. braut auk fjölda annarra verðlauna.

VEITINGAR
Kaffiveitingar fyrir og á meðan á keppni stendur og að verðlaunaafhendingu lokinn verður boðið uppá léttar veitingar. 

ÞÁTTTAKA

Tilkynna ber þátttöku, nafn, kennitölu og forgjöf, fyrir 7. ágúst í síma 5528755 eða á netfangið hronn@fbm.is

Einnig er mögulegt að skrá sig á golf.is

Tjaldsvæði er í Miðdal.

MÓTIÐ ER OPIÐ ÖLLUM STARFSMÖNNUM Í PRENTIÐNAÐI

Ps. Prentuð auglýsing fer í öll fyrirtæki og verður hengd upp í golfskálanum og í þjónustumiðstöðina í Miðdal, auk þess sem mótið verður auglýst á fbm.is.

Read more...

Meistaramót Dalbúa 2015-úrslit



Meistaramót Dalbúa 2015 fór fram á laugardaginn 18. júlí og eru úrslitin hér fyrir neðan ásamt myndum. Ákveðið var að hafa mótið bara einn dag í stað tveggja eins og upphaflega stóð til vegna fárra keppenda.
 
Karlaflokkur 
 
Meistaraflokkur
  1. Magnús Steinþórsson - 85 högg
  2. Friðgeir Halldórsson  - 88 högg
  3. Þórir B Guðmundsson - 100 högg
1. flokkur
  1. Skúli Jónsson  - 103 högg
  2. Viktor S. Guðbjörnsson   - 104 högg
  3. Haraldur Ólafsson - 109 högg

Meistaraflokkur kvenna 
  1. Sigrún María Ingimundardóttir - 97 högg
  2. Ásta Birna Benjamínsson - 106 högg
  3. Hafdís Ingimundardóttir - 107 högg
Sigurvegarar í höggleik með fullri forgjöf
 
Friðgeir Halldórsson
Sigrún María Ingimundardóttir
 
IMG_0555.jpgIMG_0550.jpgIMG_0551.jpgIMG_0559.jpgIMG_0557.jpgIMG_0558.jpgIMG_0553.jpgIMG_0552.jpgIMG_0556.jpgIMG_0554.jpg
Read more...

Meistaramót Dalbúa 2014-úrslit

20140713 155716

Meistaraflokkur

Karlar 
1. Sigurjón Guðmundsson    155 högg ( 78+77) Klúbbmeistari 2014
2. Kristófer Dagur Sigurðsson    162 högg
3. Jón Gunnarsson   184 högg

Konur
1. Sigrún María Ingimundardóttir    195 högg (97+98)   Klúbbmeistari 2014
2. Ásta Birna Benjamínsson    215 högg  (seinni hr.104)
3. Hafdís Ingimundardóttir    215 högg (seinni hr 106)

1. Flokkur karlar

1. Bragi Dór Hafþórsson    192 högg
2. Þórir Baldur Guðmundsson    198 högg
3. Örn Ólafsson    205 högg

Höggleikur með forgjöf

Konur
1. Sigrún María Ingimundardóttir    167 högg
2. Ásta Birna Benjamínsson    177 högg (betri á seinni hring)
3. Guðrún Másdóttir    177 högg

Karlar
1. Sigurjón Guðmundsson    147 högg
2. Kristófer Dagur Sigurðsson    156 högg
3. Örn Orrason    161 högg

Read more...

Meistaramót Dalbúa 2013

gd logo-transperant

Kæru Dalbúar,

Þá er komið að stærsta móti ársins hjá okkur í Dalbúa, sjálfu meistaramótinu sem verður haldið helgina 13-14 júlí næstkomandi. 
 
Sá keppandi sem stendur uppi með fæst högg notuð yfir 36 holur án forgjafar hlýtur þann eftirsótta titil að vera klúbbmeistari Dalbúa 2013. Keppt verður í meistaraflokki kvenna og meistaraflokki karla og 1. flokki karla. Skipting í karlaflokki mun ráðast á föstudeginum en reynt verður að skipta þannig að svipað margir verði í hvorum flokki. 
 
Breyting verður á mótinu í ár þannig að einnig veitt verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf en þar er aðeins keppt í einum flokki karla og einum flokki kvenna. Líklega verður þetta til þess að mótið verður jafnara og gætu margir staðið uppi sem sigurvegarar helgarinnar. Þrátt fyrir þetta verða klúbbmeistarar eftir sem áður þeir keppendur sem leika best án forgjafar. 

Ástæða breytinganna er sú að við erum fámennur klúbbur þar sem mjög breitt bil er á milli forgjafa félagsmanna og þótti mótanefnd nánast ósanngjarnt að etja saman keppendum þar sem munaði jafnvel 10-15 höggum á forgjöf. Í fyrra var t.d. skipting milli meistaraflokks karla og 1. flokks 0-18 og 18,1-36). Í kvennaflokki munaði 10 höggum á vallarforgjöf þeirrar sem var með lægstu forgjöf og þeirrar sem var með hæstu forgjöf. 

Þáttakendur í fyrra voru með forgjöf á bilinu 10-34,5 í karlaflokki og 16-27 í kvennaflokki. Mótanefnd telur að með breytingunni fást fleiri félagsmenn til þess að taka þátt í mótinu og er hugsunin því fleiri því fjörugara. Nú þurfa keppendur ekki að spá í því hvort þeir eigi ekki séns heldur þvert á móti fyrst spilað er miðað við fulla forgjöf þá eiga allir möguleika.
 
Veitt verða aukaverðlaun fyrir næst holu á 5/14 og 8/17 braut. 
 
Skráning í mótið fer fram á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal. Skráningu lýkur föstudaginn 12. júlí kl. 16:00. Mótstjórn biður keppendur þó um að reyna eftir fremsta megni að skrá sig á golf.is enda auðveldar það störf mótstjórnar. 

Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig báða dagana frá kl. 9:00 að morgni. Dregið verður í ráshópa en auðvitað verður tekið tillit til þeirra sem geta t.d. ekki verið mætt kl. 9 á laugardagsmorgun. Á sunnudeginum verður raðað í holl eftir skori laugardagsins.  Upplýsingar um rástíma og ráshópa fyrri keppnisdags verða birtar á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 18:00 föstudaginn 12. júlí og upplýsingar um rástíma og ráshópa síðari keppnisdags á svipuðum tíma á laugardeginum. 

Við hvetjum ALLA félagsmenn til að koma, láta sjá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti. 
 
hamburgerSérstakt tilboð verður í gangi í skálanum fyrir svanga keppendur, hamborgari og bjór/gos fyrir aðeins 1.200 kr.
 
Nánari upplýsingar fást í tölvupósti hjá mótstjórn bragid@gmail.com 
 
Hlökkum til að sjá ykkur,
 
Með Dalbúakveðju,
Mótanefnd. 
Read more...

Meistaramót Dalbúa 12.-13. júlí

gd logo rgb

Meistaramót Dalbúa

Þá er komið að stærsta móti ársins hjá golfklúbbnum Dalbúa, sjálfu meistaramótinu sem verður haldið helgina 12.-13. júlí næstkomandi. 

Sá keppandi sem stendur uppi með fæst högg notuð yfir 36 holur án forgjafar (í höggleik án forgjafar) hlýtur þann eftirsótta titil að vera klúbbmeistari Dalbúa 2014. Keppt verður í meistaraflokki kvenna og meistaraflokki karla og 1. flokki karla.

Skipting í karlaflokki mun ráðast á föstudeginum en reynt verður að skipta þannig að svipað margir verði í hvorum flokki. 

Read more...

Meistaramót 2013-úrslit

IMG 1369

Höggleikur með forgjöf:

Karlar

1. sæti - Elías Björgvin Sigurðsson á 153 höggum brúttó, 137 höggum nettó eða 5 undir forgjöf
2. sæti - Kristófer Dagur Sigurðsson á 159 höggum brúttó eða 149 nettó
3. sæti - Sigurjón Guðmundsson á 160 höggum brúttó eða 150 nettó

Konur

1. sæti - Sigrún María Ingimundardóttir á 192 höggum brúttó eða 164 höggum nettó
2. sæti - Hafdís Ingimundardóttir á 205 höggum brúttó eða 171 höggi nettó
3. sæti - Guðrún Másdóttir á 232 höggum brúttó eða 174 höggum nettó

Höggleikur án forgjafar:

Meistaraflokkur karla:

1. sæti - Elías Björgvin Sigurðsson - 153 högg. 78 högg fyrri dag og 75 högg seinni dag.
2. sæti - Kristófer Dagur Sigurðsson - 159 högg. 84 högg fyrri dag og 75 högg seinni dag.
3. sæti - Sigurjón Guðmundsson - 160 högg. 83 högg fyrri dag og 77 högg seinni dag.

Meistaraflokkur kvenna: 

1. sæti - Sigrún María Ingimundardóttir - 192 högg, 98 högg fyrri dag og 94 högg seinni dag.
2. sæti - Hafdís Ingimundardóttir - 205 högg. 111 högg fyrri dag og 94 högg seinni dag.
3. sæti - Kristín Þórisdóttir - 222 högg. 103 högg fyrri dag og 119 högg seinni dag.

1. flokkur karla: 

1. sæti - Þórir Baldur Guðmundsson - 191 högg, 101 högg fyrri dag og 90 högg seinni dag
2. sæti - Gunnar Heimir Ragnarsson - 208 högg. 106 högg fyrri dag og 102 högg seinni dag.
3. sæti - Guðmundur Sveinn Hafþórsson - 213 högg. 107 högg fyrri dag og 106 högg seinni dag.


Næst holu á 5/14 braut: Bragi Arnarson
Næst holu á 8/17 braut: Örn Ólafsson

Fleiri ljósmyndir hér

Read more...

Lindarmótið 2015

Kæru félagar í Dalbúa,
Lindarmótið 12. september 2015 næstkomandi er formlega síðasta mót sumarsins hjá golfklúbbnum Dalbúa, veitingahúsið Lindin á Laugarvatni stendur að mótinu með klúbbnum.

Samkvæmt venju fer lokahóf sumarstarfsins fram um kvöldið á veitingahúsinu Lindinni á Laugarvatni.

Leiknar verða 18 holur eftir Texas Scramble kerfi (2 manna) með fullri forgjöf. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í samanlagða forgjöf með 5. Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings.

Athugið að það verður að skrá tvær kennitölur inn í einu og báðar verða að vera aðilar að golfklúbbi eða með viðurkennda forgjöf. Annars þarf að senda inn þátttöku á dalbui@dalbui.is

Félagar og velunnarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal. Við skráningu í mótið eru keppendur beðnir að skrá sig á rástíma til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki). ATH: Mótið hefst kl. 11:00.

Keppendur skulu vera mættir kl. 10:15, og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00. - Frekari upplýsingar og fréttir af mótinu verður að finna á www.dalbui.is; þar verða einnig birtar frekari fregnir um lokahófið, þegar nær dregur.

Munið að taka fram við upphaf móts hvort ætlunin er að vera í matnum á Veitingahúsinu Lindinni Laugarvatni eða senda póst á dalbui@dalbui.is

Veitt verða tvenn verðlaun fyrir:

1.sæti
2 sæti 
3 sæti

Í verðlaun eru gæðavín frá Mecca Vines and Spirits 

Eins eru veitt verðlaun fyrir þann sem er næstur holu á 5/14 og 8/17 og lengsta drive karla og kvenna.

Matseðillinn á Lindinni:

Villibráðarforréttur Lindarinnar
Villibráðartvenna 
Frönsk súkkulaðikaka

Matur á Lindinni 4690.- kr.
Þátttökugjald í mótinu 3.000 kr.

Sjáumst hress á laugardaginn, veðurspáin er góð og því tilvalið að skella sér á Laugarvatn og spila golf og svo fara í gufu á FONTANA og eiga góðan kvöldverð á Lindinni í hópi góðra vina.

Takk fyrir sumarið kæru Dalbúar og allir velunnarar okkar!

Read more...
Subscribe to this RSS feed
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/category.php on line 192

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana