Lindarmótið 2015
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 453 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
Kæru félagar í Dalbúa,
Lindarmótið 12. september 2015 næstkomandi er formlega síðasta mót sumarsins hjá golfklúbbnum Dalbúa, veitingahúsið Lindin á Laugarvatni stendur að mótinu með klúbbnum.
Samkvæmt venju fer lokahóf sumarstarfsins fram um kvöldið á veitingahúsinu Lindinni á Laugarvatni.
Leiknar verða 18 holur eftir Texas Scramble kerfi (2 manna) með fullri forgjöf. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í samanlagða forgjöf með 5. Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings.
Athugið að það verður að skrá tvær kennitölur inn í einu og báðar verða að vera aðilar að golfklúbbi eða með viðurkennda forgjöf. Annars þarf að senda inn þátttöku á dalbui@dalbui.is
Félagar og velunnarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal. Við skráningu í mótið eru keppendur beðnir að skrá sig á rástíma til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki). ATH: Mótið hefst kl. 11:00.
Keppendur skulu vera mættir kl. 10:15, og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00. - Frekari upplýsingar og fréttir af mótinu verður að finna á www.dalbui.is; þar verða einnig birtar frekari fregnir um lokahófið, þegar nær dregur.
Munið að taka fram við upphaf móts hvort ætlunin er að vera í matnum á Veitingahúsinu Lindinni Laugarvatni eða senda póst á dalbui@dalbui.is
Veitt verða tvenn verðlaun fyrir:
1.sæti
2 sæti
3 sæti
Í verðlaun eru gæðavín frá Mecca Vines and Spirits
Eins eru veitt verðlaun fyrir þann sem er næstur holu á 5/14 og 8/17 og lengsta drive karla og kvenna.
Matseðillinn á Lindinni:
Villibráðarforréttur Lindarinnar
Villibráðartvenna
Frönsk súkkulaðikaka
Matur á Lindinni 4690.- kr.
Þátttökugjald í mótinu 3.000 kr.
Sjáumst hress á laugardaginn, veðurspáin er góð og því tilvalið að skella sér á Laugarvatn og spila golf og svo fara í gufu á FONTANA og eiga góðan kvöldverð á Lindinni í hópi góðra vina.
Takk fyrir sumarið kæru Dalbúar og allir velunnarar okkar!
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134



