Úrslit-Opna Laugarvatn Fontana 2013
- Published in Fréttir
- Written by Super User
- Be the first to comment!



Nokkri vaskir menn mætti á annan í Hvítasunnu og byrjuðu að tyrfa í kringum tjörnina okkar góðu. Þá á meðal voru Guðmundur, Ómar, Halldór, Sveinn og Hafsteinn.
Framkvæmdum miðar vel og stefnir í að við getum sett vatnið á fljótlega.
Hér eru myndir frá framkvæmdum við tjörnina.
Eins og flestir vita hefur vatnsuppspretta við göngustíginn af 9. flöt gert okkur lífið leitt undanfarin ár á vorin. Lengi hefur verið rætt um að setja þarna tjörn til að nýta vatnið og til að fegra aðkomu að skálanum. Á mánudaginn 12. maí hófust framkvæmdir við gerð tjarnarinnar og var grafið fyrir legu hennar. Byrjað var á að grafa fyrir afrennsli út í skurðinn og svo var tjörnin mótuð. Ætlunin er að tjörnin verði á tveimur pöllum, hærri fyrir ofan stíg með afrennsli yfir grjóthleðslu í stærri tjörn við hlið flatarinnar. Einnig voru sótt tré sem Hafsteinn varaformaður gaf til vallarins.
Ekki gafst þó færi á að klára að grafa allt vegna rigninga og hefur framkvæmdum verið frestað fram yfir helgi. Ætlunin var að nota vinnudaginn til þess að ganga frá umhverfinu en vegna veðurspár höfum við ákveðið að fresta vinnudegi um eina viku eða til 24. maí. Nánar auglýst síðar.
Við ætlum þó nokkrir að mæta á laugardaginn til að bora fyrir nýjum merkingum á teigana sem lengi hefur staðið til. Við njótum velvildar Rafiðnaðarsambandsins í þeim málum sem ætlar að lána okkur vél til verksins.
Hér má sjá myndir frá framkvæmdum:
Golfklúbbnum var veittur rausnarlegur styrkur að upphæð 100.000 kr. frá Ó.P. prentstofu 17. ágúst á styrktarmóti GD í samstarfi við Símann.
Er styrkurinn eyrnamerktur tjarnargerð við 9. braut.
Stjórn GD þakkar Ólafi Pálssyni eiganda Ó.P. prentstofu kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.
Ólafur Pálsson hefur um árabil komið að uppbyggingu klúbbsins, setið í stjórn, verið rekstrarstjóri o.fl.
Fyrir neðan má sjá grófa mynd af hvernig tjörnin kæmi til með að líta út :) ATH. ekki endanleg útfærsla.

Bragi Dór tekur við styrknum frá Ólafi Pálssyni fyrir hönd GD.

Tjörn við 9. braut (ekki endanleg útfærsla).

Styrktarmót GD í samstarfi við Símann 15. ágúst - Texas scramble
Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.
Leikform:
Texas scramble deilt með 3 Hámarksforgjöf er 28 ( karla) og 32( kvenna). Vallarforgjöf beggja keppenda er lögð saman og deilt í með þremur . Hún getur aldrei orðið hærri fyrir teymið en þess sem lægri hefur vallarforgjöfina. Ekki taka mark á forgjöfinni sem birtist við skráningu á golf.is. Hún er ekki í takt við ofangreinda reikniformúlu.
Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma. Rástími verður þó aðeins til skráningar. Þátttökugjald er 3500 kr. á hvorn leikmann en þar sem um styrktarmót er að ræða þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir lið. Þá er keppendum frjálst að greiða meira heldur en þátttökugjaldið sem rennur þá til uppbyggingar á vellinum og klúbbnum.



Verðlaun:
1. sæti: 2x Bose SoundLink Colour
2. sæti: 2x Urbanista Copenhagen heyrnatól
3. sæti: 2x Tifosi golfgleraugu
Lengsta teighögg karla: Teitlest golfhandklæði, Teitlest boltar & golflúffur frá 66°north
Lengsta teighögg kvenna: Teitlest golfhandklæði, Teitlest boltar & golflúffur frá 66°north
Næst(ur) holu á 5.braut: Teitlest golfhandklæði, Teitlest boltar & golflúffur frá 66°north
Næst(ur) holu á 8.braut: Teitlest golfhandklæði, Teitlest boltar & golflúffur frá 66°north
https://vefverslun.siminn.is/vorur/simtaeki/farsimar/farsimar_4g/samsung_galaxy_a3/#pv_13059
Allir keppendur fá að auki teiggjöf fyrir mót og hamborgara að hætti hússins að móti loknu í boði Símans.
Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.
Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma. Rástími verður þó aðeins til skráningar. Þátttökugjald er 3500 kr. á hvorn leikmann en þar sem um styrktarmót er að ræða þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir lið. Þá er keppendum frjálst að greiða meira heldur en þátttökugjaldið sem rennur þá til uppbyggingar á vellinum og klúbbnum.
Verðlaun:


Glæsileg verðlaun verða í boði Símans
2.sæti: Zo-on golfjakkar
3.sæti: Golfkerrulúffur frá 66°, golfhandklæði, tee og boltar (x2)

Leikfyrirkomulag
Leikið verður með svokölluðu Chapman fyrirkomulagi en fyrirkomulagið var fundið upp af áhugamanninum Dick Chapman. Leikið er þannig að tveir leikmenn eru saman í liði og slá þeir fyrst sínum bolta, svo bolta samherjans og svo til skiptis..... skýrt?? ekki??
Báðir leikmenn A og B slá þannig upphafshögg. Að loknu því slær leikmaður A bolta leikmanns B og öfugt. Eftir þau högg koma liðin sér saman um hvaða bolta skal leika. Velji liðið t.d. að leika þeim bolta sem síðast var leikið af leikmanni B þá slær leikmaður A næsta högg. Skiptast leikmenn þá á höggum. Skilurðu?? Ekki?? :) ----
1. högg --- Báðir leikmenn slá upphafshögg
2. högg --- Leikmaður A slær bolta leikmanns B og leikmaður B slær bolta leikmanns A.
Liðið ákveður hvaða bolta skal haldið áfram með
3. högg --- Sá leikmaður sem lék síðast með þeim bolta sem valinn er bíður og hinn leikmaðurinn leikur boltanum.
Að því loknu skiptast leikmenn á að leika eina og sama boltanum þar til hann er kominn í holu.
Þetta er stórskemmtilegt fyrirkomulag og vert að prófa.
Forgjöf er reiknuð með þeim hætti að notast er við 60% af vallarforgjöf þess leikmanns sem er með lægri vallarforgjöf og 40% af vallarforgjöf þess sem er með hærri vallarforgjöf. Dæmi: Leikmaður A er með 10 í forgjöf = 6 Leikmaður B er með 20 í forgjöf = 8 --- 8+6 = 14 - Leikforgjöf liðsins er þá 14.
Nánari upplýsingar hér: http://golf.about.com/cs/golfterms/g/bldef_chapman.htm
og hér: http://video.about.com/golf/What-Is-the-Chapman-System-.htm
Fyrir þá sem vilja gista á Laugarvatni þessa helgina þá býðst félagsmönnum og gestum þeirra 20% afsláttur af gistingu í Héraðsskólanum Laugarvatni Hostel. Hér eru nánari upplýsingar um nýja og glæsilega þjónustu sem þar býðst www.heradsskolinn.is
Skráning hafin á www.golf.is og í skála. Einnig er hægt að senda tölvupóst á dalbui@dalbui.is

1. Bragi Dór og Sigurður Orri Hafþórssynir - 80 högg, 69 nettó.
2. Gunnar Heimir Ragnarsson og Edda Valsdóttir - 93 högg, 73 nettó.
3. Óskar Svavarsson og Anna Sigríður Erlingsdóttir - 87 högg, 74 nettó.
5. Hola - Jón Ævar Erlingsson - 4,57 m
8. Hola - Helgi Runólfsson - 38 cm
Lengstu dræv
KK. Helgi Runólfsson
KVK. Þórunn Día Óskarsdóttir
Styrktarmót GD í samstarfi við Símann - Chapman fyrirkomulag
Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.
Leikið verður með svokölluðu Chapman fyrirkomulagi en fyrirkomulagið var fundið upp af áhugamanninum Dick Chapman. Leikið er þannig að tveir leikmenn eru saman í liði.
Báðir leikmenn A og B slá upphafshögg. Að loknu því slær leikmaður A bolta leikmanns B og öfugt. Eftir þau högg koma liðin sér saman um hvaða bolta skal leika. Velji liðið t.d. að leika þeim bolta sem síðast var leikið af leikmanni B þá slær leikmaður A næsta högg. Skiptast leikmenn þá á höggum. Skilurðu?? Ekki??
1. högg --- Báðir leikmenn slá upphafshögg
2. högg --- Leikmaður A slær bolta leikmanns B og leikmaður B slær bolta leikmanns A.
Liðið ákveður hvaða bolta skal haldið áfram með
3. högg --- Sá leikmaður sem lék síðast með þeim bolta sem valinn er bíður og hinn leikmaðurinn leikur boltanum.
Að því loknu skiptast leikmenn á að leika eina og sama boltanum þar til hann er kominn í holu.
Forgjöf er reiknuð með þeim hætti að notast er við 60% af vallarforgjöf þess leikmanns sem er með lægri vallarforgjöf og 40% af vallarforgjöf þess sem er með hærri vallarforgjöf. Dæmi: Leikmaður A er með 10 í forgjöf = 6 Leikmaður B er með 20 í forgjöf = 8 --- 8+6 = 14 - Leikforgjöf liðsins er þá 14. Hámarksvallarforgjöf er 24 fyrir karla og 28 fyrir konur.
Nánari upplýsingar hér: http://golf.about.com/cs/golfterms/g/bldef_chapman.htm
og hér: http://video.about.com/golf/What-Is-the-Chapman-System-.htm
Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma. Rástími verður þó aðeins til skráningar. Þátttökugjald er 3500 kr. á hvorn leikmann en þar sem um styrktarmót er að ræða þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir lið. Þá er keppendum frjálst að greiða meira heldur en þátttökugjaldið sem rennur þá til uppbyggingar á vellinum og klúbbnum.
Verðlaun:
Glæsileg verðlaun verða í boði Símans fyrir fyrstu þrjú sætin í mótinu, en jafnframt verða veitt sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna og nándarverðlaun á 5/14 og 8/17 braut.
Allir keppendur fá að auki teiggjöf fyrir mót og hamborgara að hætti hússins að móti loknu í boði Símans.
Skráning hafin á www.golf.is
Þótt formlegur vinnudagur hafi verið frestað mættu nokkrir vaskir menn á svæðið. Allur gróður var snyrtur, borað var fyrir nýjum teigamerkingum og unnið var í tjarnargerð. Við þökkum þeim sem mættu í morgun sérstaklega fyrir gott framlag og þá sérstaklega Rafiðnaðarsambandinu sem lánaði okkur vél og menn til að bora fyrir teigamerkingum. Það er mikils metið.
Hér eru myndir frá deginum í dag. Svo verður formlegur vinnudagur næstu helgi ef veður lofar.
Við viljum minna alla á að greiða árgjöldin sem fyrst en fyrir þá sem þegar eru búnir að greiða þá er hægt að nálgast kortin í skálanum hjá Ransý og Guðmundi.
Vinnudagur er áætlaður 17. maí og verður auglýstur nánar um helgina. Framundan er frábær veðurspá og því um að gera að skella sér á völlinn.
Góða golf-helgi!
Eitthvað hefur nú smá snjóað á völlinn um páskana en það verður fljótt að taka sig upp þegar hitastigið hækkar í næstu viku :)
Hér er mynd tekin 19. apríl.
Fyrsta mót ársins hjá Dalbúa er ávallt opna Veggsportmótið. Leikfyrirkomulag mótsins verður punktakeppni með forgjöf með hámarksforgjöf karla 24 og hámarksforgjöf kvenna 28.
Mótið hefst stundvíslega kl. 10:00 laugardaginn 7. júní. Mótstjórn óskar eftir því að keppendur mæti tímanlega til að greiða þátttökugjald og forðast tafir. Ræst verður út á öllum teigum. Glæsileg verðlaun í boði frá Veggsporti Vonumst til að sem flestir mæti.
Við hvetjum alla til að mæta í þetta skemmtilega mót! Hægt er að skrá sig á www.golf.is
GLÆSILEG VERÐLAUN:
Teiggjöf til allra keppenda: Sumarkort í Veggsport.
Karlaflokkur:
1. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
2. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
3. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
Kvennaflokkur:
1. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
2. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
3. sæti: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur.
Lengsta teighögg karla: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport.
Lengsta teighögg kvenna: Verðlaunagr. - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport.
Næstur holu: Verðlaunagripur - 10.000,- kr. gjafabréf í Veggsport.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.
Mótsgjald er 2.800 kr.
Opna Veggsportmótið 2015
Fyrsta mót ársins hjá Dalbúa er ávallt opna Veggsportmótið. Leikfyrirkomulag mótsins verður punktakeppni með forgjöf með hámarksforgjöf karla 24 og hámarksforgjöf kvenna 28. Mótið hefst stundvíslega kl. 10:00 laugardaginn 6. júní. Mótstjórn óskar eftir því að keppendur mæti tímanlega til að greiða þátttökugjald og forðast tafir. Ræst verður út á öllum teigum. Glæsileg verðlaun í boði frá Veggsporti Vonumst til að sem flestir mæti.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.
Verðlaun
Karlaflokkur:
1. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
2. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
3. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
Kvennaflokkur:
1. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
2. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
3. Sæti: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport - íþróttavörur
Aukaverðlaun:
Lengsta teighögg karla: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport
Lengsta teighögg karla: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport
Næstur holu á 5/14 flöt:Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport
Næstur holu á 817 flöt: Verðlaunagripur - 10.000 kr. gjafabréf í Veggsport
Verðlaun fyrir holu í höggi á 8. braut:
Glæsilegt TREK 7.2 FX reiðhjól frá erninum að verðmæti 100.000 kr.!
TEIGGJÖF TIL ALLRA KEPPENDA: Sumarkort í Veggsport
Skráning er hafin á golf.is
Góð þátttaka var í mótinu og verðlaunin voru vegleg frá FONTANA. Við þökkum þeim sérstaklega vel fyrir góðan stuðning.
Úrslitin má nálgast á golf.is
Hér eru myndir frá þessum yndislega degi.