Meistaramót Dalbúa 2013
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 1064 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!

Kæru Dalbúar,
Ástæða breytinganna er sú að við erum fámennur klúbbur þar sem mjög breitt bil er á milli forgjafa félagsmanna og þótti mótanefnd nánast ósanngjarnt að etja saman keppendum þar sem munaði jafnvel 10-15 höggum á forgjöf. Í fyrra var t.d. skipting milli meistaraflokks karla og 1. flokks 0-18 og 18,1-36). Í kvennaflokki munaði 10 höggum á vallarforgjöf þeirrar sem var með lægstu forgjöf og þeirrar sem var með hæstu forgjöf.
Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig báða dagana frá kl. 9:00 að morgni. Dregið verður í ráshópa en auðvitað verður tekið tillit til þeirra sem geta t.d. ekki verið mætt kl. 9 á laugardagsmorgun. Á sunnudeginum verður raðað í holl eftir skori laugardagsins. Upplýsingar um rástíma og ráshópa fyrri keppnisdags verða birtar á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 18:00 föstudaginn 12. júlí og upplýsingar um rástíma og ráshópa síðari keppnisdags á svipuðum tíma á laugardeginum.
Sérstakt tilboð verður í gangi í skálanum fyrir svanga keppendur, hamborgari og bjór/gos fyrir aðeins 1.200 kr.Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134



