Lindarmótið 2014
- Published in Fréttir
- Be the first to comment!

Lindarmótið!
Lindarmótið er síðasta mót sumarsins hjá golfklúbbnum Dalbúa, en veitingahúsið Lindin á Laugarvatni stendur að mótinu með klúbbnum. Samkvæmt venju fer lokahóf sumarstarfsins síðan fram um kvöldið í Lindinni. Leiknar verða 18 holur eftir Texas Scramble kerfi (2 manna) með fullri forgjöf. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í samanlagða forgjöf með 5. Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings.
Félagar og velunnarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal. Við skráningu í mótið eru keppendur beðnir að skrá sig á rástíma til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki). ATH: Mótið hefst kl. 11:00. Keppendur skulu vera mættir kl. 10:15, og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00. - Frekari upplýsingar og fréttir af mótinu verður að finna á www.dalbui.is; þar verða einnig birtar frekari fregnir um lokahófið, þegar nær dregur.
Veitt verða tvenn verðlaun fyrir:
1. sæti
2. sæti
3. sæti
Í verðlaun eru gæðavín frá Mecca Vines and Spirits og Gjafabréf á Lindina
Eins eru veitt verðlaun fyrir þann sem er næstur holu á 5/14 og 8/17
Í teigjöf er í boði Lindarinar gos, bjór og snaps
Á velli: Á Teig- Snaps á teig í boði Lindarinnar
Bjór og Gos í boði Lindarinnar
Lokahófið
Um kvöldið er svo haldið lokahóf golfklúbbs Dalbúa á veitingastaðnum Lindinni, þar verður glæsilegur matseðil ásamt fordrykk. Afhending verðlauna fyrir mótið verða á Lindinni ásamt skemmtilegum uppákomum. Fordrykkur byrjar kl. 18.30 og matur kl. 19.00.
Matseðill:
Fordrykkur í boði Lindarinnar Kl. 18:30 - 19:00
"
Humarsúpa m/kampavíni og heimabökuðu brauði
"
Víkinga Carbaccio
- með hreindýra lifrarfrauði, balsamic sósu, ristuðum hnetum og brauði.
"
Sælkera Grilltvenna (hrossalund og lamba innanlæri)
- sveppa byggotto, létt steikt grænmeti og piparsósa.
"
Súkkulaði musse Lindarinnar
"
Kaffi eða Te
Verð fyrir matinn er 5.900 kr.
Sjáumst á laugardaginn!









