Um Dalbúa

Super User

Super User

Lindarmótið 2014

lindarmotid-2014

Lindarmótið!

Lindarmótið er síðasta mót sumarsins hjá golfklúbbnum Dalbúa, en veitingahúsið Lindin á Laugarvatni stendur að mótinu með klúbbnum. Samkvæmt venju fer lokahóf sumarstarfsins síðan fram um kvöldið í Lindinni. Leiknar verða 18 holur eftir Texas Scramble kerfi (2 manna) með fullri forgjöf. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í samanlagða forgjöf með 5. Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings.

Félagar og velunnarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal. Við skráningu í mótið eru keppendur beðnir að skrá sig á rástíma til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki). ATH: Mótið hefst kl. 11:00. Keppendur skulu vera mættir kl. 10:15, og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00. - Frekari upplýsingar og fréttir af mótinu verður að finna á www.dalbui.is; þar verða einnig birtar frekari fregnir um lokahófið, þegar nær dregur.

Veitt verða tvenn verðlaun fyrir:

1. sæti
2. sæti 
3. sæti

Í verðlaun eru gæðavín frá Mecca Vines and Spirits og Gjafabréf á Lindina
Eins eru veitt verðlaun fyrir þann sem er næstur holu á 5/14 og 8/17 

Í teigjöf er í boði Lindarinar gos, bjór og snaps

Á velli: Á Teig- Snaps á teig í boði Lindarinnar
                Bjór og Gos í boði Lindarinnar

Lokahófið

Um kvöldið er svo haldið lokahóf golfklúbbs Dalbúa á veitingastaðnum Lindinni, þar verður glæsilegur matseðil ásamt fordrykk. Afhending verðlauna fyrir mótið verða á Lindinni ásamt skemmtilegum uppákomum. Fordrykkur byrjar kl. 18.30 og matur kl. 19.00.

Matseðill: 

Fordrykkur í boði Lindarinnar  Kl. 18:30 - 19:00
              "
Humarsúpa  m/kampavíni og heimabökuðu brauði

              "
Víkinga Carbaccio
- með hreindýra lifrarfrauði, balsamic sósu, ristuðum hnetum og brauði.

              "
Sælkera Grilltvenna (hrossalund og lamba innanlæri)
- sveppa byggotto, létt steikt grænmeti og piparsósa.

              "
Súkkulaði musse Lindarinnar

              "
Kaffi eða Te

 

Verð fyrir matinn er 5.900 kr.

 

Sjáumst á laugardaginn!

 

 

Read more...

Lindarmótið 2013-úrslit

Lindin

  IMG 1113

Góð þátttaka var í Lindarmótinu 2013 þótt veðrið væri ekki sem best.

Allmargir mættu svo  í lokahófið um kvöldið sem að venju er haldið á Lindinni. Baldur veitingameistari og eigandi veitt vel og var matseðillinn glæsilegur að vanda. Við þökkum Baldri fyrir stuðninginn við þetta mót. Eitthvað var lítið um myndatökur en ef við fáum einhverjar myndir sendar þá birtum við þær hér á síðunni :

Hér eru svo úrslitin:

1. sæti Vatnaboltinn - Bragi Dór Hafþórsson og Sigurður Orri Hafþórsson - 72 brúttó - 67 nettó

2. sæti Jagermeister 4 - Sighvatur Bjarnason og Páll Kristján Pálsson - 74 brúttó - 68 nettó - betri á seinni 9

3. Sæti - Synir - Gestur Gunnarsson og Jón Gunnarsson - 70 brúttó - 68 nettó

Næst holu á 5 braut - Anna Día - 6,00 m

Næst holu á 8 braut - Páll Ólafsson - 1,97 m

Lengsta Dræv karla - Sigurður Orri

Lengsta Dræv kvenna - Þórunn Reynisdóttir

 

Read more...

Lindarmótið 2013

Lindin

  IMG 1113

Lindarmótið 14. september 2013!

Lindarmótið er síðasta mót sumarsins hjá golfklúbbnum Dalbúa, en veitingahúsið Lindin á Laugarvatni stendur að mótinu með klúbbnum. 

Leiknar verða 18 holur eftir Texas Scramble kerfi (2 manna) með fullri forgjöf. Reiknuð er samanlögð leikforgjöf beggja kylfinga og svo deilt í samanlagða forgjöf með 5. Sé útreiknuð forgjöf hærri en forgjöf annars hvors kylfings gildir forgjöf viðkomandi kylfings.

Á eftir ætlum við svo að hittast að venju á veitingahúsinu Lindinni á Laugarvatni kl. 18:30 og eiga góða kvöldskemmtun saman þar sem verðlaunaafhending fer fram.

Hvetjum alla til að skrá sig sem fyrst.

Matseðillinn um kvöldið er girnilegur að vanda hjá Baldri á Lindinni:

  • Villibráð – brot af því besta - Villibráðasmakk í boði Lindarinnar
  • Bleikjuhumarsúpa með Þingvallarbleikju og heimabökuðu brauði
  • Grillsteikt Lambainnralæri og grillaður humar "Surf & Turf"
  • Súkkalaðifrauð Lindarinnar með hindberjasósu, vatnsmelónu og hvítri súkkalaðifroðu

Verð fyrir matinn er:  5.500 kr.

Mótsgjald er 3.500 kr.

Mæting á Lindinni um kl. 18:30

                                                               

Glæsilegir vinningar í boði, meðal annars eðalvín og gjafabréf í boði Lindarinnar

Félagar og velunnarar eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal eða með því að senda tölvupóst á dalbui@dalbui.is. Við skráningu í mótið eru keppendur beðnir að skrá sig á rástíma til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki). ATH: Mótið hefst kl. 11:00. Keppendur skulu vera mættir kl. 10:15, og ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 11:00.

Minnum á að mæting á lokahóf klúbbsins á Lindinni er kl. 18:30 (breyttur tími frá áður auglýstum tíma)

Nú þegar eru margir búnir að skrá sig og virðist stefna í afar skemmtilegt haustmót.

Sjáumst hress um helgina.

Mótanefnd

 

Read more...

Leikið til forgjafar erlendis

Leikið til forgjafar erlendis

Þegar veturinn virðist aðeins vera að láta undan hugsa margir kylfingar til þess að komast út á golfvöllinn, liðka sig og hefja hringrás sumarsins.

Það er ljóst að fjölmargir, þar á meðal félagar í golfklúbbi Dalbúa, taka forskot á sælu sumarsins með því að fara í golfferðir erlendis, einkum í mars og apríl, og leika þá við bestu aðstæður í aðdraganda sumarsins sem í vændum er á Íslandi.

Read more...

Laugarvatn Fontana 2014

fontana2

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksforgjöf karla verður 24 og hámarksforgjöf kvenna 28. 

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.  

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.  

Veglegir vinningar verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða ýmis aukaverðalun fyrir næsta upphafshögg á 5/14 og 8/17 holu, lengsta upphafshögg karla og kvenna o.fl.

Skráning er hafin á www.golf.is

Mótanefnd.

Read more...

Jónsmessumót Dalbúa 21. júní 2014

img 0440

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. hölu.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu. 

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 19:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 19:00. 

Skráning er hafin á golf.is - skráningargjald er 2.000 kr. og greiðist í skála.

Sjáumst hress næstu helgi!

Mótanefnd.

Read more...

Jónsmessumót Dalbúa 2015

Jonsmessa2015 copy

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. braut.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu. 

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 20:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 20:00.

Read more...

Jónsmessumót 22. júní

Jónsmessumót Dalbúa laugardaginn 22. júní

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa.

Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg.

Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. hölu. Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið.

Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið. Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu.  Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 19:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 19:00. 

Read more...
Subscribe to this RSS feed
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/user.php on line 131

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana