Um Dalbúa

Super User

Super User

Gróðursetning trjáa II og tjarnargerð

Laugardaginn 6. júní mættu Hafsteinn, Svenni, Þórir, Hörður, Hafþór, Haraldur og Guðmundur o.fl. til þess að setja niður restina af trjánum sem við fengum gefins frá Flúðum ásamt því að setja dúk í tjörnina. Veðrið var einstaklega gott og gekk vinnan vel.

Við þökkum öllum þeim sem mættu fyrir sitt framlag, það er litlum klúbbi eins og Dalbúa ómetanlegt.Það styttist í að völlurinn okkar verði að alvöru skógarvelli.

Það má taka það fram að flatir hafa allar verið skornar og sáð í þær þannig að þær ættu að koma til fjótlega með hækkandi lofthita.

Við hvetjum alla sem enn eiga eftir að greiða ársgjöldin til þess að ganga frá þeim sem fyrst til að auðvelda okkur framkvæmdir við völlinn.

Auglýsum eftir einhverjum sem er reiðubúinn til þess að aðstoða við að smíða brú yfir lækinn í tjörnina.

Stjórn Dalbúa og rekstraraðilar.

20150606_130621.jpeg20150606_124850.jpeg20150606_130703.jpeg20150606_124905.jpeg

Read more...

Gróðursetning trjáa

20150603 120621 minni

Fyrir nokkru fékk golfklúbburinn um 250 tré gefins frá Flúðum og var farið í að koma hluta þeirra niður í dag. Rafiðnarmenn útveguðu vél með feikna bor og tóku rúmlega 100 holur og voru settar í hluta þeirra aspir og birkitré. Sjá myndir neðar á síðunni.

Ætlunin er að halda þessu verkefni áfram næsta laugardag ásamt því að ganga frá hleðsluvegg í tjörninni, sanda, tyrfa og gera fínt.
Þeir sem sjá sér fært að taka þátt í þessu starfi eru hvattir til að mæta á laugardagsmorgun um kl. 10 þó ekki væri nema í stutta stund. Við hvetjum sem flesta til að mæta og taka þátt í uppbyggingu klúbbsins. Ekki verra að taka með sér einhver verkfæri eins og skóflu eða hrífu.

Vallarnefnd.

20150603_121846-minni.jpg20150603_121742-minni.jpg20150603_162330-minni.jpg20150603_121719-minni.jpg20150603_120621-minni.jpg

Read more...

Góður dagur

tjornin

Flottur dagur framundan. Sól og yndislegt veður á árlegu Carlsberg-móti Dalbúa. Stútfullt í mótið og við eigum von á (fullri) rútu af konum frá Setbergshlíðarvelli. Gosbrunnurinn kominn í gang og brúarsmíði lokið, þökk sé honum Haraldi.

Read more...

Gott veður framundan!

Hér er spáin fyrir helgina... tilvalið að skella sér á golfvöllin og njóta útiverunnar um helgina og kíkja á framkvæmdir við tjörn á 9. holu ásamt nýjum teigamerkingum.

Svo er alltaf gott að koma við í skálanum og fá sér hressingu hjá Ransý!

Read more...

Golfsumarið framundan

Kæru félagar í Dalbúa!

Nú fer að styttast í golfsumarið og starfsemi klúbbsins að fara í gang. Völlurinn virðist koma vel undan vetri og því erum við bjartsýn á að þetta verði gott sumar. Borið var hressilega á brautir í vetur og vonum við að það skili góðum árangri í sumar. 

Aðalfundur klúbbsins var haldinn 28. nóvember sl. og mun ný stjórn halda áfram að vinna að því að efla félagið, starfsemina í Miðdal og uppbyggingu á vellinum. Mótahald verður með svipuðum hætti og á síðasta sumri, en þó með einhverjum breytingum. 

Mótaskrá sumarsins verður birt strax eftir páska inn á golf.is og á heimasíðu klúbbsins www.dalbui.is. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að kynna sér mótaskránna og taka þátt ef kostur.

Félagsgjöld 2014
Nú er komið að innheimtu félagsgjalda fyrir árið 2014. Á aðalfundi Dalbúa var samþykkt að félagsgjöld ársins 2014 verði óbreytt frá síðasta ári. 
Félagsgjöld Dalbúa eru því sem hér segir:

- Almennt árgjald 30.000 kr.
- Aukaaðild 26.000 kr. (GSÍ gjald greitt af aðalklúbbi viðkomanda. Athugið var vitlaust í bréfi sem sent var út.)
- Árgjald fyrir unglinga undir 18 ára aldri 10.000 kr. (miðað við fæðingarár)
- Árgjald félaga 67 ára og eldri 24.000 kr.(miðað við fæðingarár) 
- Unglingar undir 14 ára aldri 5.000 kr. (miðað við fæðingarár)

Þeir sem hafa annan golfklúbb að aðalklúbbi og hafa þar með greitt GSÍ gjald nú þegar hafi samband við gjaldkera varðandi niðurfellingu þess gjalds eða dragi það frá og greiði sem því nemur.

Nú er næsta golfsumar að bresta á og við hvetjum Dalbúa til að greiða félagsgjöldin sem fyrst. Hægt er að greiða með útsendum greiðsluseðlum sem sendir verða út um páska, eða í heimabanka.

Ef félagar hafa spurningar varðandi greiðslur, þá vinsamlegast hafið samband við gjaldkera Ómar Þórðarson (fella12@simnet.is)  GSM: 6602850   eða Pál Ólafsson formann 8562918 dalbui@dalbui.is

FONTANA4

NÝTT!
Laugarvatn Fontana hefur verið styrktaraðili klúbbsins um nokkurn tíma og höfum við náð einstaklega góðum samningum við heilsulindina um að bjóða árskort fyrir einstaklinga og fjölskyldukort með afar góðum afslættti. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að kaupa þessi kort því stór hluti af innkomu þeirra mun renna til uppbyggingar á vellinum okkar í Miðdal.

Það er því afar mikilvægt að félagsmenn taki vel undir þetta til að tryggja uppbyggingu vallarins. Verðin fyrir einstaklingskort og fjölskyldukort eru sem hér segir:

Einstaklingskort 10.000 kr.
Fjölskyldukort 30.000 kr. (gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn)
Kortin gilda í ár frá útgáfudagsetningu.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja klúbbinn og kaupa kort vinsamlegast sendið nafn, heimilisfang, kennitölu og síma eða netfang á dalbui@dalbui.is eða hringið í síma 8562918. Einnig verður hægt að skrá sig í golfskála þegar hann opnar í vor. Athugið að kortið tekur gildi við fyrstu heimsókn í Laugarvatn Fontana. Kortin eru einungis til sölu á þessum kjörum hjá klúbbnum.

Hvað fylgir því að vera félagsmaður í Golfklúbbi Dalbúa?

  • Að vera félagsmaður í skemmtilegum golfklúbbi og taka þátt í að byggja upp góðan og skemmtilegan golfvöll.
  • Að hafa möguleika til að spila lengur yfir sumarið, þ.e. byrja fyrr á vorin og spila eftir að velli hefur verið lokað fyrir almenning að hausti.
  • Að taka þátt í mótum klúbbsins og geta tekið þátt í mótum annars staðar sem félagsmaður.
  • Að njóta þjónustu klúbbsins s.s. í golfkennslu og fræðslu sem boðið verður upp á. 
  • Að fá forgjöf og þjónustu í gegnum golf.is – handbók, tímaritið Golf o.fl. 
  • Félagsmenn fá 50% afslátt af vallargjöldum hjá Golfklúbbi Selfoss, Golklúbbi Hveragerðis, Golfklúbbnum í Úthlíð, Golfklúbbnum í Vík og Golfklúbbi Kiðjabergs GKB, í samræmi við samninga við þessa vinaklúbba, og reikna má með tilboðum á fleiri völlum sem auglýst verða á heimasíðu okkar.

Við viljum sem fyrr vekja athygli ykkar á heimasíðu okkar sem er á www.dalbui.is og www.golf.is/gd og en þar verður að finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, tilkynningar um mótahald o.fl. 

Símanúmer og veffang rekstraraðila í golfskála eru: 
Guðmundur s. 893 0200
Ragnhildur (Ransý) s. 893 0210, 
en póstfang þeirra er: gd.dalbui@gmail.com.

Einnig er rétt að benda á að www.golf.is er m.a. gagnagrunnur þar sem haldið er utan um forgjöf allra golfara. Við hvetjum alla til að halda vel utan um forgjöfina sína, færa inn leikna golfhringi í samræmi við gildandi reglur og uppfæra þannig forgjöfina reglulega. Þeim sem eru án forgjafar er bent á að senda umsókn um grunnforgjöf til formanns forgjafanefndar, Eiríks Þorlákssonar  eirikur.thorlaksson@mrn.is sem sér um að skrá forgjöfina. Hann getur einnig gefið ykkur betri upplýsingar ef þið eruð ekki klár á hvernig þetta virkar.  

Mjög mikilvægt er fyrir okkur að hafa netföng hjá sem flestum klúbbfélögum til að auðvelda upplýsingaflæði til félagsmanna. Þeir sem hafa ekki fengið tölvupóst frá klúbbnum eru því vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst til undirritaðs, Páls Þóris Ólafssonar, dalbui@dalbui.is, með upplýsingum um netfang sitt eða að skrá sig á póstlista Dalbúa á www.dalbui.is. Með von um ánægjulegar samverustundir á golfvellinum okkar í sumar!

Páskakveðjur frá stjórn Golfklúbbs Dalbúa!

Páll Ólafsson, formaður. dalbui@dalbui.is

 

Read more...

Golfmót FBM-Miðdalsmótið 2013

fbm-logoupload

Golfmót FBM - Miðdalsmótið 2013 verður haldið laugardaginn 10. ágúst á golfvelli Dalbúa í Miðdal. Ræst verður út kl. 11, en mæting á mótsstað er kl. 10:15. 

Gert er ráð fyrir að fjórir séu í hverjum ráshópi, og verða allir ræstir út á sama tíma; keppendum verður raðað á teiga í upphafi móts. Félagsmenn FBM eru hvattir til að taka með sér gesti. 

Verðlaun:

Farandbikar FBM: Punktakeppni með forgjöf 

Postillon-bikarinn: Höggleikur án forgjafar

Keppt er um farandbikar FBM ásamt eignabikar í punktakeppni með forgjöf í karla- og kvennaflokki (hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28).

Keppt er um Postillon-bikarinn í höggleik án forgjafar.

Veitt verða sérstök verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut í karla- og kvennaflokki og nándarverðlaun á 5. og 8. braut auk fjölda annarra verðlauna.

Einnig verður dregið úr skorkortum. 

Veitingar:

Kaffiveitingar fyrir og á meðan á keppni stendur og að verðlaunaafhendingu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. 

Þátttaka:

Tilkynna ber þátttöku fyrir 8. ágúst í síma 552-8755 eða á netfangið hrafnhildur@fbm.is Einnig er hægt að skrá sig á www.golf.is.

Tjaldsvæði er í Miðdal. 

Mótið er opið öllum starfsmönnum í prentiðnaði. Þátttökugjald er kr. 3.500,-

Read more...

Golfkennsla fyrir byrjendur 30. júní

hulda-birna-myndir5-2012

 

 

AFLÝST vegna ónægrar þátttöku.

ATHUGIÐ! Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 27. júní! 

Hulda Birna Baldursdóttir golfkennari verður með golfkennslu fyrir byrjendur, sunnudaginn 30. júni.

Dagskrá:

11:00 kennsla í grunnatriðum, grip, sveiflan, staða, pútt og vipp - æfingar.
12:45 súpa og brauð, fyrirlestur um golfsiði.
13:15 kennsla í pich, full högg, innáhögg.

Námskeiðinu lýkur um kl. 14:00

Verð kr. 7.800,- (súpa og brauð innifalið)

Skráning fer fram á www.dalbui.is eða í síma 8930201 / 8562918 eða í golfskála.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á dalbui@dalbui.is. taktu fram nafn, kennitölu og síma.

Read more...

Golf og íslenskt mál

golfislensktmal plakat small webJón Hjaltason hafði samband við undirritaðann og vildi gefa golfklúbbnum innrammað plakat til að hengja upp í skálanum okkar. Á plakatinu er að finna íslenska þýðingu á þeim fjöldamörgu ensku orðum sem hinn almenni golfari er að nota í dag. Um leið og við þökkum Jóni hjartanlega vel fyrir gott framtak vonumst við til að allir golfarar tileinki sér íslensku orðin frekar en þau ensku.

Hér er inngangurinn...

„Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu“, 
orti Einar Benediktsson, einn af skáldjöfrum Íslendinga, í kvæðinu
Móðir mín. Við ættum að hafa orð skáldsins í huga og leggja rækt 
við móðurmálið. Því miður hafa íslenskir golfarar hingað til ekki 
sýnt nægan metnað í að vanda mál sitt. Á einum golfhring eða svo 
heyrast skelfilegar lýsingarnar á borð við eftirfarandi dæmi: 

„Ég DRÆVAÐI 200 metra en SLÆSAÐI út í RÖFFIÐ. Tók NÆNÆRONIР
en náði ekki alveg inná GREENIÐ. SJIPPAÐI létt inná GRÍN og reddaði 
pari. Þá kom par þrjú HOLA þar sem ég lenti í BÖNKER. Greip SAND-
ÆRON og „sullaði“ upp að pinna. Á næstu HOLU DRÆVAÐI ég vel, 
klúðraði þó næsta SKOTI, en bjargaði BÓGÍ. Félagi minn var svolítið 
heppnari, SKAUT í pinnann og boltinn DROPPAÐI dauður, rétt við 
holu. Svo tók ég HÁLFVITANN á langri par þrjú HOLU. Félagi minn 
fékk DOBBELBÓGÍ en ég BÖRDAÐI!“ 

Hér í skjalinu fyrir neðan er að finna upptalningu á algengum 
hugtökum og heitum á ensku sem íslenskir 
golfarar þekkja ásamt íslenskri þýðingu 
á hverju hugtaki fyrir sig með nánari skýringum 
þar sem þurfa þykir. Eru golfarar hvattir til að kynna sér 
hugtökin og tileinka sér þau.

Unnið hefir Jón Hjaltason, hálfur Skoti í fjórða lið.

Hér er svo skjalið í heild sinni.

Páll Ólafsson.

Read more...
Subscribe to this RSS feed
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/user.php on line 131

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana