Golf og íslenskt mál
- Written by Super User
- Published in Uncategorised
- Read 524 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
Jón Hjaltason hafði samband við undirritaðann og vildi gefa golfklúbbnum innrammað plakat til að hengja upp í skálanum okkar. Á plakatinu er að finna íslenska þýðingu á þeim fjöldamörgu ensku orðum sem hinn almenni golfari er að nota í dag. Um leið og við þökkum Jóni hjartanlega vel fyrir gott framtak vonumst við til að allir golfarar tileinki sér íslensku orðin frekar en þau ensku.
Hér er inngangurinn...
„Ég skildi, að orð er á Íslandi til um allt sem er hugsað á jörðu“,
orti Einar Benediktsson, einn af skáldjöfrum Íslendinga, í kvæðinu
Móðir mín. Við ættum að hafa orð skáldsins í huga og leggja rækt
við móðurmálið. Því miður hafa íslenskir golfarar hingað til ekki
sýnt nægan metnað í að vanda mál sitt. Á einum golfhring eða svo
heyrast skelfilegar lýsingarnar á borð við eftirfarandi dæmi:
„Ég DRÆVAÐI 200 metra en SLÆSAÐI út í RÖFFIÐ. Tók NÆNÆRONIÐ
en náði ekki alveg inná GREENIÐ. SJIPPAÐI létt inná GRÍN og reddaði
pari. Þá kom par þrjú HOLA þar sem ég lenti í BÖNKER. Greip SAND-
ÆRON og „sullaði“ upp að pinna. Á næstu HOLU DRÆVAÐI ég vel,
klúðraði þó næsta SKOTI, en bjargaði BÓGÍ. Félagi minn var svolítið
heppnari, SKAUT í pinnann og boltinn DROPPAÐI dauður, rétt við
holu. Svo tók ég HÁLFVITANN á langri par þrjú HOLU. Félagi minn
fékk DOBBELBÓGÍ en ég BÖRDAÐI!“
Hér í skjalinu fyrir neðan er að finna upptalningu á algengum
hugtökum og heitum á ensku sem íslenskir
golfarar þekkja ásamt íslenskri þýðingu
á hverju hugtaki fyrir sig með nánari skýringum
þar sem þurfa þykir. Eru golfarar hvattir til að kynna sér
hugtökin og tileinka sér þau.
Unnið hefir Jón Hjaltason, hálfur Skoti í fjórða lið.
Hér er svo skjalið í heild sinni.
Páll Ólafsson.
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134



