Saga Dalbúa
- Written by Super User
- Published in Uncategorised
- Read 4954 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
Golfklúbburinn Dalbúi - Miðdal
Klúbburinn var stofnaður 1989. Hafði hann þá aðstöðu fyrir neðan Héraðsskólann á Laugarvatni. Fyrsti formaður klúbbsins var Gunnar G. Schram Hann var síðar gerður að heiðursfélaga í klúbbnum. Gunnar lést haustið 2004.
9. júlí 1994 tóku Dalbúar upp samstarf við Félag bókagerðarmanna og hófust handa við að byggja upp nýjan völl í Miðdal, sem er aðeins innan við Laugarvatn, en þar er völlurinn nú staðsettur. Völlurinn er 9 holur,en nægt landsvæði er fyrir 18 holu völl.
Nýr golfskáli var byggður árið 1999-2000 og árið 2003 var byggður pallur kringum húsið. Veitingasala er í skálanum ásamt aðgengi að sjónvarpi. Góð vélageymsla og vinnuaðstaða var sett upp árið 2005 sem gjörbreytti allri vélaaðstöðu klúbbsins.
Árið 2008 var gerður samningur við hjónin Guðmund H. Sigmundsson og Ransý Bender um rekstur golfvallar klúbbsins og skála. Sjá þau um allan daglegan rekstur vallarins og skálans. Sími í skála eða hjá Ransý 893-0210 og hjá Guðmundi 893-0200
Þess má geta að í Miðdal er gömul falleg kirkja sveitarinnar og þar er einnig að finna góðar sögulegar upplýsingar.
Hér má nálgast ágrip af 20 ára sögu GD ritað af Þóri Ólafssyni
Golfklúbburinn Dalbúi
Kt. 611189-1179
Heimilisfang klúbbsins er
Ægisíða 115
107 Reykjavík.
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134



