Fundarboð-Aðalfundur Dalbúa 2013
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 763 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
LEIÐRÉTTING- breyting á staðsetningu
FUNDARBOÐ
AÐALFUNDUR GOLFKLÚBBS DALBÚA
Stofu 12 í Rafiðnaðarskólanum Stórhöfða 27(gengið inn í húsið að neðanverðu – Grafarvogsmegin)fimmtudaginn 28. nóvember 2013kl. 17:15 – 18:30
Dagskrá:
Samkvæmt 16. gr. laga félagsins:
Aðalfundur kýs fundarstjóra og ritara eftir tillögu stjórnar.
- Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
- Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins.
- Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og hann borinn upp til samþykktar.
- Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
- Tillögur sem borist hafa teknar til umræður og afgreiðslu.
- Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, sbr. 10. gr.
a. Kosning formanns b. Kosnir 3 aðalmenn til tveggja ára - Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
- Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs til samþykktar.
- Önnur mál.
c. Kosnir 2 varamenn til eins árs
Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn félagsins. Komi fram tillögur að lagabreytingum verða þær kynntar á heimasíðu félagsins – www.dalbui.is
Breytingar verða á stjórn eins og gerist í öllum félögum. Formaður hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér til formennsku. Eins og ávallt hvetur stjórnin félagsmenn til að gefa kost á sér til stjórnar- og nefndarstarfa fyrir næsta starfsár. Ef þið hafið áhuga eða vitið af áhuga á slíku vinsamlegast hafið samband við formann félagsins, Pál Þóri Ólafsson, með tölvupósti (pallo@syrland.is) eða símleiðis (856 2918) sem allra fyrst.
Ný stjórn mun m.a. skipa í mótanefnd, vallarnefnd, aganefnd og forgjafanefnd að loknum aðalfundi. Mikið mæðir á þeim sem eru í ofantöldum nefndum í starfsemi félagsins, einkum mótanefnd og vallarnefnd, og væri vert að fleiri tækju þátt í því starfi en nú er. Fyrir klúbb eins og Dalbúa er mikilvægt að sem flestir félagar taki þátt í uppbyggingu starfsins, og gefi kost á sér í stjórn eða nefndir. Reynslan sýnir að því betur sem nefndir eru mannaðar því minni tíma tekur að sinna þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að vinna.
Hér með er skorað á félagsmenn að mæta á aðalfund félagsins, fylgjast með hvernig hefur gengið og taka þátt í uppbyggingu golfklúbbsins, m.a. með því að gefa kost á sér í nefndar- eða stjórnarstörf, því margar hendur vinna létt verk. Eins og fyrr segir verður ekki skipað í nefndir á aðalfundi – það er verkefni stjórnar eftir fundinn – en þar gefst gott tækifæri til að ræða málin og efla félagsandann.
Vert er að vekja athygli á því að á fundinum verður veitt í sérstök viðurkenning fyrir framfarir á árinu, Framfarabikar Golfklúbbsins Dalbúa 2013, líkt og gert hefur verið síðustu ár.
Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar þakka félagsmönnum frábært samstarf á liðnum árum og ítreka að í sameiningu munum við halda áfram að gera góðan klúbb enn betri í framtíðinni.
f.h. stjórnar Golfklúbbs Dalbúa
Páll Þ. Ólafsson
formaður.
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134




