Veggsport-mót 8. júní - fyrsta mót sumarsins
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 846 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!

Opna Veggsportmótið
Fyrsta mót ársins hjá Dalbúa er ávallt opna Veggsportmótið. Leikfyrirkomulagið er höggleikur með hámarksforgjöf karla 24 og hámarksforgjöf kvenna 28.
ATH: Áður hafði verið auglýst að mótið yrði punktakeppni en sökum þess að velli Dalbúa hefur verið breytt og beðið er úttektar GSÍ á erfiðleika vallarins auk breytinga á golf.is þá mun fyrirkomulag mótsins vera höggleikur með forgjöf. Enn gilda sömu reglur varðandi hámarksforgjöf. Mótið er ekki spilað til hækkunar eða lækkunar á forgjöf.
Mótið hefst stundvíslega kl. 10:00 laugardaginn 8. júní. Mótstjórn óskar eftir því að keppendur mæti tímanlega til að greiða þátttökugjald og forðast tafir. Ræst verður út á öllum teigum. Glæsileg verðlaun í boði frá Veggsporti. Vonumst til að sem flestir mæti.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.
Verðlaun:
Karlaflokkur:
1. Sæti: Eignabikar auk 15.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
2. Sæti: Eignabikar auk 10.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
3. Sæti: Eignabikar auk 5.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og golfder.
Kvennaflokkur:
1. Sæti: Eignabikar auk 15.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
2. Sæti: Eignabikar auk 10.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
3. Sæti: Eignabikar auk 5.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og golfder.
Aukaverðlaun:
Lengsta teighögg karla: Eignabikar auk 10.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
Lengsta teighögg karla: Eignabikar auk 10.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og ferðasnyrtitaska.
Næstur holu á 5/14 flöt: Eignabikar auk 5.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og golfder.
Næstur holu á 817 flöt: Eignabikar auk 5.000 kr. gjafabréfs til úttektar í Veggsport (heilsurækt / golfhermir) og golfder.
Að lokinni keppni verður einnig dregið úr skorkortum.
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134