Styrktarmót GD í samstarfi við Símann 17. ágúst
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 744 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!
Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.
Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma. Rástími verður þó aðeins til skráningar. Þátttökugjald er 3500 kr. á hvorn leikmann en þar sem um styrktarmót er að ræða þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir lið. Þá er keppendum frjálst að greiða meira heldur en þátttökugjaldið sem rennur þá til uppbyggingar á vellinum og klúbbnum.
Verðlaun:


Glæsileg verðlaun verða í boði Símans
2.sæti: Zo-on golfjakkar
3.sæti: Golfkerrulúffur frá 66°, golfhandklæði, tee og boltar (x2)

Leikfyrirkomulag
Leikið verður með svokölluðu Chapman fyrirkomulagi en fyrirkomulagið var fundið upp af áhugamanninum Dick Chapman. Leikið er þannig að tveir leikmenn eru saman í liði og slá þeir fyrst sínum bolta, svo bolta samherjans og svo til skiptis..... skýrt?? ekki??
Báðir leikmenn A og B slá þannig upphafshögg. Að loknu því slær leikmaður A bolta leikmanns B og öfugt. Eftir þau högg koma liðin sér saman um hvaða bolta skal leika. Velji liðið t.d. að leika þeim bolta sem síðast var leikið af leikmanni B þá slær leikmaður A næsta högg. Skiptast leikmenn þá á höggum. Skilurðu?? Ekki?? :) ----
1. högg --- Báðir leikmenn slá upphafshögg
2. högg --- Leikmaður A slær bolta leikmanns B og leikmaður B slær bolta leikmanns A.
Liðið ákveður hvaða bolta skal haldið áfram með
3. högg --- Sá leikmaður sem lék síðast með þeim bolta sem valinn er bíður og hinn leikmaðurinn leikur boltanum.
Að því loknu skiptast leikmenn á að leika eina og sama boltanum þar til hann er kominn í holu.
Þetta er stórskemmtilegt fyrirkomulag og vert að prófa.
Forgjöf er reiknuð með þeim hætti að notast er við 60% af vallarforgjöf þess leikmanns sem er með lægri vallarforgjöf og 40% af vallarforgjöf þess sem er með hærri vallarforgjöf. Dæmi: Leikmaður A er með 10 í forgjöf = 6 Leikmaður B er með 20 í forgjöf = 8 --- 8+6 = 14 - Leikforgjöf liðsins er þá 14.
Nánari upplýsingar hér: http://golf.about.com/cs/golfterms/g/bldef_chapman.htm
og hér: http://video.about.com/golf/What-Is-the-Chapman-System-.htm
Fyrir þá sem vilja gista á Laugarvatni þessa helgina þá býðst félagsmönnum og gestum þeirra 20% afsláttur af gistingu í Héraðsskólanum Laugarvatni Hostel. Hér eru nánari upplýsingar um nýja og glæsilega þjónustu sem þar býðst www.heradsskolinn.is
Skráning hafin á www.golf.is og í skála. Einnig er hægt að senda tölvupóst á dalbui@dalbui.is
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134
