Meistaramót Dalbúa 12.-13. júlí
- Written by Super User
- Published in Fréttir
- Read 760 times
- font size decrease font size increase font size
- Be the first to comment!

Meistaramót Dalbúa
Þá er komið að stærsta móti ársins hjá golfklúbbnum Dalbúa, sjálfu meistaramótinu sem verður haldið helgina 12.-13. júlí næstkomandi.
Sá keppandi sem stendur uppi með fæst högg notuð yfir 36 holur án forgjafar (í höggleik án forgjafar) hlýtur þann eftirsótta titil að vera klúbbmeistari Dalbúa 2014. Keppt verður í meistaraflokki kvenna og meistaraflokki karla og 1. flokki karla.
Skipting í karlaflokki mun ráðast á föstudeginum en reynt verður að skipta þannig að svipað margir verði í hvorum flokki.
Jafnframt verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf en þar er aðeins keppt í einum flokki karla og einum flokki kvenna. Líklega verður þetta til þess að mótið verður jafnara og meira spennandi fyrir marga almenna félagsmenn og gætu margir staðið uppi sem sigurvegarar helgarinnar í þessum flokki.
- Mótanefnd telur að með breytingunni fást fleiri félagsmenn til þess að taka þátt í mótinu og er hugsunin því fleiri því fjörugara. Nú þurfa keppendur ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki séns í þá bestu, heldur geta þvert á móti fyrst spilað miðað við eigin forgjöf og þá eiga allir möguleika.
Skráning í mótið fer fram á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal. Skráningu lýkur föstudaginn 11. júlí kl. 16:00. Mótstjórn biður keppendur þó um að reyna eftir fremsta megni að skrá sig á golf.is enda auðveldar það störf mótstjórnar.
Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig báða dagana frá kl. 9:00 að morgni. Dregið verður í ráshópa en tekið verður tillit til þeirra sem geta t.d. ekki verið mætt kl. 9 á laugardagsmorgun. Á sunnudeginum verður raðað í holl eftir skori laugardagsins. Upplýsingar um rástíma og ráshópa fyrri keppnisdags verða birtar á www.golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 19:00 föstudaginn 11. júlí og upplýsingar um rástíma og ráshópa síðari keppnisdags á svipuðum tíma á laugardeginum.
Eru ALLIR félagsmenn hvattir til að koma, láta sjá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti.
Skráning er hafin á golf.is
Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/virtual/dalbui.is/hradpakki/htdocs/templates/gk_university/html/com_k2/templates/default/item.php on line 134